26.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Jens Pálsson:

Eg skal að eins geta þess, að verði árangurinn af þessari fjárveiting sá, að greið leið fáist til að flytja þungavöru inn á þessar hafnir, þá er þar með nokkrum sveitum gerður stórmikill léttir um allan aðflutning. Það stóð enginn hlutur frekar fyrir þrifum skólanum í Ólafsdal heldur en einmitt það, hvað aðdrættir voru allir örðugir að jörðinni. Og eg er viss um að margar fjárveitingar eru til minna gagns en þessi.