25.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

80. mál, skólabækur

Jósef Björnsson:

Eg skal taka það fram, að viðbótartillagan er kornin frá mér. Mér var það ljóst, að þegar hafa átti áhrif á vöndun málsins í heild sinni, þá er ekki minst um lægri skólana vert. Eg álít, að afleiðing þess, að í barnaskólunum eru notaðar bækur á óvönduðu máli, hljóti að vera sú, að börnin venjast á að hugsa á óvönduðu máli, og þeim smekk sem þannig kemst inn er erfitt að útrýma siðar. Eg get ekki álitið, að það sé mikill starfsauki fyrir nefndina, þótt hún einnig yfirfæri kenslubækur, sem nota ætti í lægri skólunum. Að vísu liggur það starf undir fræðslumálastjórann, og yrði hann því að sjálfsögðu í nefndinni, en það gæfi meiri trygging fyrir vöndun málsins, ef margir fjölluðu um bækurnar, því að það er eins og gamall málsháttur segir: »betur sjá augu en auga«.

Eg vona því að hin háttv. deild lofi viðbótinni að standa, og óttist ekki að nefndin verði ofhlaðin störfum, þótt henni sé gert að skyldu, að hafa eftirlit með útgáfu kenslubóka einnig handa lægri skólunum, sérstaklega í því skyni, að málið á þeim yrði vandað sem bezt.