15.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (931)

82. mál, póstafgreiðsla í Vík

Flutningsm. (Gunnar Ólafsson):

Eg skal bæta því við, að eg veit ekki til að háttvirt stjórn hafi ansað umkvörtunum í þessa átt, og er það ein af ástæðunum til þess, að eg kem með þessa tillögu til þingsályktunar.

Annars sé eg ekki að þetta sé neitt stórmál, svo sem hæstv. ráðherra virðist álíta, en það hefir mikla þýðingu fyrir þann landshluta, sem það snertir sérstaklega.