15.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (932)

82. mál, póstafgreiðsla í Vík

Ráðherra (H. H.):

Bæði stjórnarráði og póststjórn berast margar málaleitanir um bréfhirðingar og slíkt, og það er ekki venja að svara hverri sýslunefnd. Beiðnirnar eru íhugaðar nákvæmlega, og þeir staðir eru látnir ganga fyrir, þar sem mest er þörfin. Að verða við öllum þeim óskum, er stjórninni berast, er henni ómögulegt; það hefir ávalt sýnt sig, að fé það, er veitt hefir verið til póstmála, hefir ekki nægt til þess.