15.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

82. mál, póstafgreiðsla í Vík

Ráðherra (H. H ):

Mér finst í öllu falli ómögulegt að sinna þessu máli eða greiða atkvæði um það, nema fyrst séu fengnar frekari upplýsingar um, hvernig málinu horfir við hjá póststjórninni, um bréfafjölda til póstafgreiðslustaðarins og frá honum aftur o. s. frv. Ella væri það mjög út í loftið, að samþykkja þessa tillögu og naumast samboðið virðing þingsins.