21.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Framsögumaður (Sig. Stefánsson):

Nefndin hefir ekkert við þetta frumv. að athuga og ræður til að samþykkja það óbreytt. Það er því nær alveg óbreytt frá því sem það kom frá stjórninni. Að eins hefir neðri deild bætt við ákvæði um það, að reikningsábyrgð á manntalsbókarreikningi Skaftafellssýslu árið 1906, að upphæð 312 kr., falli niður. Það stendur svo á þessu, að sýslumaður hefir farið eftir rangri verðlagsskrá þegar hann reiknaði út manntalsbókargjöldin. Neðri deild hefir viljað láta ábyrgð út af því gegn reikningshaldara falla niður, og eftir atvikum felst nefndin á það.