17.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Jón Magnússon:

Eg fæ ekki séð, að nokkur þörf sé að flýta svo fjárl., að 2. umr. sé á morgun, þar sem bæði föstudagur og laugardagur eru til stefnu. Eg sé ekki heldur, hvernig það má vera, þar sem ekki eru enn framkomnar breyt.till. nefndarinnar og ekki verður vitað, hvenær þær koma. Það getur ekki komið til mála og eg mótmæli því gagngert, að 2. umræða byrji fyr en á föstudagsmorgun; annars kemur umræðan ekki að haldi.