15.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 580 í B-deild Alþingistíðinda. (1067)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg stend að eins upp til þess að lýsa undrun minni á því, að forseti skuli hafa látið það óátalið, að háttv. þm. Snæf. (S G.) hefir borið mér það á brýn, að eg hafi talað móti betri vitund. (Sigurður Gunnarsson: Sagði það aldrei. Tók einmitt skýrt fram, að það væri ekki ætlan mín). Þm. sagði það; en gott, að hann vill það nú ótalað hafa.