23.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 607 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Þorláksson):

Eg skal geta þess, að mér var ekki kunnugt um það slys, sem háttv. þm. Barð. (B. J.) gat um.

Viðvíkjandi því, sem háttv. þm. Vestm. (J. M.) sagði um, að erfitt væri að sanna, að kona þessi væri mjög fátæk, þá skal eg geta þess, að eg tók það að eins fram, sem eg hafði heyrt menn segja um efni hennar, og annað ekki. Enda þykist eg hafa það frá kunnugum mönnum, að hún sé svo efnum búin, að 400 kr. væri nægileg og sómasamleg eftirlaun handa henni.