24.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í B-deild Alþingistíðinda. (1123)

142. mál, landsreikningurinn 1908-1909

Stefán Stefánsson:

Fyrv. ráðherra hefir gert grein fyrir því, að ráðunauturinn hafi ekki verið skipaður, þegar margnefndar samningaumleitanir fóru fram, en því mátti þá ekki senda hann fyr af stað, hafi svo mikið legið á með útvegun á tilboði til gufuskipaferðanna, því þótt fjárlögin væru ekki staðfest fyr en í júlímánuði, þá var þó öllu óhætt með endurgreiðslu á þeim kostnaði, sem af þessu leiddi. Hitt, að 12 þús. kr. eigi að renna til eins ráðunauts skal eg ekki frekar þrátta um, eg hefi nú skilið það svo, að það hafi alls ekki verið meining þingsins, enda verður það naumast skilið á annan veg, þar sem í fjárlögunum stendur, að fjárveitingin sé »til ráðunauta« en ekki ráðunauts.