24.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

142. mál, landsreikningurinn 1908-1909

Björn Jónsson:

Eg hélt, að eg hefði skýrt þetta mál nægilega. Á því getur ekki leikið efi, að fé þetta hefir verið notað samkvæmt því sem alþingi ætlaðist til. Hvort aðferð sú, sem höfð hefir verið, er vel viðeigandi eða ekki, það skal eg ekkert fullyrða um, en þetta var eini vegurinn til þess að koma málinu áleiðis. Þó vil eg taka það fram, að tilboðið var ekkert hylliboð, þó að íslenzka stjórnin væri ekki allsendis ánægð með það, og það kom að góðu liði til þess að ná samningum við dönsku stjórnina um gufuskipaferðirnar.