15.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1164)

12. mál, vantraustsyfirlýsing og ráðherraskipti

Hannes Hafstein:

Úr því einn maður fær að tala, hvers vegna fá þá ekki fleiri að tala? Eg vil hafa leyfi til þess að mótmæla öllum ummælum hins háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.). Mér finst þar gæta alt of mjög eigin hagsmuna, með því það er kunnugt, að þessi maður hefir gert alt til þess að keppa við hinn nýskipaða ráðherra um sætið.