21.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í B-deild Alþingistíðinda. (1297)

80. mál, aukatekjur landssjóðs

Bjarni Jónsson:

Eg þurfti reyndar ekki yfirlýsingu háttv. 1. þm. Eyf. (H. H.) til þess að vita, hvoru meginn hann væri í þessu máli. Eg sá það á hans fagra brosi, sem færðist yfir andlitið, þegar eg var að ljúka máli mínu áðan. Það hefðu allir vitað fyrirfram, þótt hann hefði setið kyr.

En hann ætti að vita það, eins og aðrir, að Íslendingar vilja ekki teljast til þess, sem hann vill. Og vér viljum bæði í lagafrv. og alstaðar yfirleitt fylgja fram stefnuskrá vorri, sem er konungssamband eitt, eins og vér höfum rétt til, og þá er ástæðulaust að gera neinar undanþágur um þessi lönd, nema þá eftir sérstökum samningum.

Hvað snertir undanþágur og hlunnindi, sem vér njótum hjá Dönum, þá eru þau alveg þakkarlaus ef mér.