25.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í B-deild Alþingistíðinda. (1346)

2. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Jón Magnússon:

Eg ætla að leyfa mér að gera dálitla athugasemd. Það er ekki rétt, að setja hafnargerð í Þorlákshöfn í samband við þetta mál. Hafnargerð þar er lítið ráðin og því ekki mikið á því að byggja. Og enda þótt höfn væri hér í Reykjavík, má vera að Frakkar þyrftu höfn í Þorlákshöfn fyrir það. Kæmi það undir því, hvort járnbraut austur yrði gerð í sambandi við hafnargerð hér, sem Frakkar gætu notað til sinna vöruflutninga, eða ekki. Annars liggur þetta í lausu lofti og er ekkert á því að byggja.