11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1177 í B-deild Alþingistíðinda. (1394)

125. mál, eiðar og drengskaparorð

Jón Þorkelsson:

Eins og háttv. þm. Snæf. (S. G.) gat um, lá þetta frv. fyrir deildinni á síðasta þingi — eg hafði þá æru að flytja það þá — en það féll þá í efri deildinni — því að mönnum gat ekki skilist það, að kristlausir menn ættu að vinna öðruvísi eið en kristnir. Þó var samþykt þingsályktunartillaga um að skora á stjórnina að leggja líkt frumvarp fyrir þetta þing — og það er víst sú eina þingsályktunartillaga, sem fráfarin stjórn hefir getað komið í framkvæmd. Frv. er því afleiðing af þingsályktun síðasta þings. Stjórnin lagði það fyrir háttv. Ed., en í alt öðru formi en það lá fyrir síðasta þingi, því þá var vel frá því gengið um orðfæri. Frumvarp stjórnarinnar er miklu lakara um það far, máttlausara og smekklausara, og hefir það þó skánað dálítið í Ed. Eg vil samt ekki ráða til að fella frumvarpið, en álít rétt að setja það í nefnd.

Þetta hefi eg hér tekið fram til minningar um það, hve lítið nýfráfarin stjórn hefir getað sint skipunum þingsins og tekið þær til greina.