02.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1189 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

23. mál, sóttgæsluskírteini skipa

Jón Magnússon:

Eg vil leyfa mér að vekja máls á því, hvort ekki sé tiltækilegt að afnema með öllu skyldu aðkomuskipa til að hafa meðferðis sóttgæzluskírteini. Slíkt er að því er eg hygg gersamlega óþarft, síðan er símasamband er komið við útlönd. Hingað koma fjölda margir skipstjórar, sem hafa ekki hina minstu hugmynd um að skylt sé að hafa meðferðis sóttgæzluskírteini til þess að þeim sé leyft að koma hingað að ósekju. Þeir koma því stundum skírteinislausir og eru mjög hissa á að verða sektaðir fyrir það, þar sem slíkt er hvergi heimtað í nálægum löndum, nema í Færeyjum.