04.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1189 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

23. mál, sóttgæsluskírteini skipa

Jón Magnússon:

Eins og eg gat um við 1. umr. sýnist ekki þörf á að heimta sóttgæzluskírteini af nokkrum skipum, úr því að þau skipin eru miklu fleiri þeirra, er hingað koma til lands, sem ekki verður heimtað af, að slík skírteini hafi meðferðis, svo sem er um útlend fiskiskip, er ekki er eiginlega ætlað að koma hingað til lands, heldur aðeins að fiska hér við land. Því er hér komin fram brtill. um að afnema með öllu skyldu skipa til að hafa sóttsóttgæzluskírteini. Eg ímynda mér að engin fyrirstaða verði frá háttv. Ed., þótt brtill. verði samþykt. — Eg vil enn taka það fram, að eg sé ekki yfirhöfuð að tala að slík sóttgæzluskírteini skipa hafi neina þýðingu; eg hefi og talað um málið við landlækni, höfund sóttgæzlulaganna, og hann er mér samdóma um það, að þau megi nú hverfa, er símasamband er komið á við útlönd.