06.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (1446)

14. mál, heyforðabúr

Pétur Jónsson:

Eg stend upp að eins til að geta þess, að úr 7. brtill. á þgskj. 55 hafa fallið burtu orðin »að hálfu«. Það er ekki meiningin að landssjóður greiði allan kostnaðinn, sem þar er nefndur.

Út af orðum háttv. þm. Dal. (B. J.) skal eg benda honum á það, að til eru áður sérstök lög um skoðunarmenn og heyásetning, horfellislögin svokölluðu. Mætti auðvitað gera breytingar á þeim í þá átt, sem þingmaðurinn álítur nauðsynlegt. Hins vegar er með þessu frv., eins og breyt.till., ætlast til, að það verði gert ráð fyrir, að samþyktirnar geti ákveðið um heyásetningseftirlit, svo sem þarf vegna heyforðabúranna.