08.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1204 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

14. mál, heyforðabúr

Pétur Jónsson:

Eins og háttv. frsm. (S. S.) sagði, hefir það orðið að

samkomulagi með mér og nefndinni, að eg taki aftur brtill. mínar, þar sem þær eru flestar teknar upp í brtill. nefndarinnar. En eg skal bæta því við, að eftir anda þeim, sem fram kom umræðunum í búnaðarþinginu, þá ber eigi að skilja þetta sem vott um það, að búnaðarfélagið eða aðrir álíti kornforðabúrin óþörf, eða enga tryggingu í þeim fólgna, heldur er það þvert á móti. Þau eru góð fyrir sig, en heyforðabúrin er ætlast til að verði eins og annar þáttur í framkvæmdum þeim, sem gerðar verða til þess að tryggja menn fyrir fóðurskorti. Nú er svo ástatt, að í sumum sveitum er þegar tekinn að vakna töluverður áhugi á heyforðabúrum, og er þá heppilegt, að löggjöfin tryggi stofnun þeirra og fyrirkomulag og styrki þau, hitt er ekki meiningin, að þau verði keppinautar kornforðabúranna. Þar á hvað að styðja annað.