05.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (1493)

28. mál, sala kirkjujarða

Björn Jónsson:

Það er aðeins örlítil athugasemd út af orðum virðul. fyrri þm. Rvk. (J. Þ.), sem eg vildi koma með. Hér er talað um tilboð um kaup á jörð einni. Eg veit ekki, hvort sá maður, sem tilboðið er frá, hefir nokkurntíma verið til eða ekki. En hann hafði engan rétt til að kaupa jörðina, með því að annar var ábúandi á henni. Þá hefði orðið að reka þann burtu, sem jörðina sat, en hann vildi og kaupa. Nefndin hefir glæpst á þessu og talið þetta tilboð. Nýtt mat var gert á jörðinni, og eftir því var hún seld leiguliða.