02.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

29. mál, víxilmál

Hannes Hafstein:

Hér er að eins að ræða um mál út af víxlum með sérstaklega tilteknum greiðslustað (domicilieruðum víxlum) og finst mér engin ástæða til, að þetta frumv., þótt að lögum yrði, gæti vakið neinar efasemdir um meðferð annara víxilmála. Þau breyta ekki víxilmálalögunum að öðru en því, sem hér er beint fram tekið. Það er ómögulegt að neita því, að frv. þetta á skylt við lögin um sérstakt varnarþing í skuldamálum, og eg sé ekki, að þau geti komið fram sem eiginleg breyting á víxilmálalögunum. En hitt væri vegur, ef menn kunna ekki við fyrirsögnina, eins og hún er, að nefna frumvarpið: frumvarp til laga um sérstakt varnarþing í víxilmálum, eða eitthvað því um líkt.