11.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (1516)

43. mál, læknaskipun

Framsögum. (Jón Jónsson 1. þm. S.-Múl.):

Háttv. þm. hafa víst kynt sér nefndarálitið, og er þar gerð nokkur grein fyrir ástæðum, enda er málið kunnugt frá fyrri þingum, og treysti eg á velvild deildarinnar, og að það mæti engri mótspyrnu. Vil eg eigi orðlengja það, en að eins vekja athygli á því, að viðaukatillagan er nauðsynleg til þess að ekki komi til þess, að landssjóður þurfi að greiða læknislaunin, fyr en héraðið hefir í raun og veru fengið lækni.