26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (1557)

46. mál, lækningaleyfi

Jón Jónsson 1. þm. N.-Múl.:

Eg er á sama máli og háttv. þm. Dal. (B. J.). Eg álít ekki meining í að leyfa skottulækna; er það mjög hættulegt atriði og meðal annars til að ala upp hjátrú í landinu. Þarf því að uppræta þá sem fyrst. Annað atriði er það að þessir menn þekkja ekki byggingu mannlegs líkama. Eg skal játa, að ýmsir, sem stunda smáskamtalækningar, t. d. margir prestar, eru þó fróðari í þessum efnum, en þá þarf ekki að útiloka samkvæmt frumvarpinu.

Eg vil benda á það, að með bannlögunum er smáskamtalæknum gert hærra undir höfði en öðrum mönnum, þar eð þeir mega flytja vínanda inn á heimili sín. Tel eg það að öllu ósæmilegt, því það getur vakið freistingu hjá þessum mönnum, en eg vil að alt sé frjálst og sæmilegt í því efni. Smáskamtalæknar gera mikið ógagn, og ætti að útrýma þeim.

1. breyt.till. tel eg að öllu ómögulega.