26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1293 í B-deild Alþingistíðinda. (1561)

46. mál, lækningaleyfi

Framsögum. (Jón Þorkelsson):

Eg get sagt háttv. þm. Dal. (B. J.) það, að réttast mun fyrir hann að samþykkja brtill. nefndarinnar strax, því að ekki er víst að honum sé í lófa lagið að gera nokkrar breytingar við þriðju umræðu. Eg sé, að háttv. þm. er farinn út úr salnum og verður hann því að spyrja til orða minna. Það varð talsverður ágreiningur um mál þetta í nefndinni og sami ágreiningurinn sé eg er hér í deildinni. Eina ráðið til samkomulags hygg eg að sé að samþykkja tillögur nefndarinnar. Viðvíkjandi orðum háttv. þm. Dal. (B. J.) út af því, hvernig ólærðir læknar eiga að sýna þekkingu sína, vil eg spyrja hann, hversvegna þeir megi ekki eins sýna hana á sjúklingunum, og hversvegna geldingamaðurinn mætti ekki eins sýna kunnáttu sína á skepnunum eins og á landlækninum sjálfum.

Um stórskamtalækningarnar þarf eg ekki að tala mikið. Aðflutningsbannið stendur þeim ekki fyrir þrifum. Lyfjabúðir geta fengið »spiritus« eins eftir sem áður fyrir því. Eg vil að lyktum ráða mönnum til þess að samþykkja brtill. nefndarinnar. Það er eina ráðið til samkomulags.