22.02.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 353 í B-deild Alþingistíðinda. (162)

10. mál, rannsókn bankamálsins

(L. H. B.:

Ou est la femme).

Þó að ég ætti á morgun að taka mann til einhvers starfa, mundi eg ekki hika við að velja til þess ættingja minn, ef eg vissi hann betur tilkjörinn en aðra, er völ væri á. Öðru ætla eg ekki að svara þessum lúalegu brígzlum.

Ekki veit eg, hvort sagan um 50,000 kr. söluna á silfurberginu er sönn eða ekki, eg hefi ekki heyrt hana fyr en nú; geng að því vísu, að hún sé af sama toga spunnin og annað, sem fram hefir verið flutt í dag, að hún sé skáldsaga. Eg segi ekki, að hann hafi sjálfur búið hana til, ef til vill aðrir — látið hana í hann — sem kallað er.

Það er ekki nema eðlilegur hlutur, að þeir menn, sem hafa bein í hendi, geti unnið námurnar af meira krafti en aðrir. Eg veit ekki betur en að þegar byrjað var að vinna í fyrra, hafi það verið alment álitið, að náman væri tæmd. Ef hepni var með, gat auðvitað verið, að meiri málmur fyndist, en það talið vonlítið, nema þá ef til vill með stórmiklum tilkostnaði.