22.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1342 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

67. mál, réttur kvenna

Flutningsmaður (Hannes Hafstein):

Eg mótmæli því sem gersam­lega ástæulausu, að lög þessi fari að neinu leyti í bág við stjórnarskipunar­lög landsins. Til þess að þetta geti tal­ist koma í bága við boð 45. gr. stjórnarskrárinnar, að hin evangelisk-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja hér á landi — þarf fyrst að sanna, að hin evangelisk-lúterska kirkja geti ekki staðist, ef konur fá prestsembætti. En í þá átt hefir ekki heyrst nein rödd.

Kristinréttarhjal 1. þm. Rvk. (J. Þ.) met eg að engu. Ef deildin vill tefja fyrir málinu, með því að setja nefnd, til þess að athuga, hvort það sé forsvar­anleg breyting hjá háttv. Ed., að breyta orðinu »karlmenn« í »karlar«, þá er það auðvitað á hennar valdi. Um aðalatriði málsins er enginn ágreiningur milli deildanna: Eg álít því nefndarskipun algerlega óþarfa.