18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta í Reykjavík

Jón Þorkelsson:

Eg geri mér ekki þetta mál að kappsmáli, en í 2. gr. frumv. er ákvæði, sem gerir það að verkum, að umtalsmál gæti verið að taka það út af dagskrá. Það er ekki rétt hjá háttv. þm. Vestm. (J. M.), að ekki megi athuga málið, þó það sé á síðasta stigi. Ákvæðið í 2. gr. er ekki ljóst. Þar stendur óskýrt, hvort lóðareigendur skuli taka þátt í viðhaldinu eða ekki. Ef það er ekki meiningin, þá á það að standa berum orðum. Að leggja þá skyldu á húseigendur sjálfa, að hreinsa gangstéttar fyrir lóðum sínum, getur eftir atvikum orðið mjög ósanngjarnt stundum, því að það geta jafnvel verið heil tún, sem liggja milli gangstéttar og húss. Yfir höfuð að tala er ýmislegt við frv. þetta að athuga. Vil eg einkum, að það sé skýrt tekið fram um viðhald gangstétta og holræsa.