18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1647)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta í Reykjavík

Forseti:

Það hefir altaf verið venja, ef óskað hefir verið, að mál væru tekin út af dagskrá, að fara þá eftir beiðni nefndarmanna, hafi málið verið í nefnd. Þar sem nú engir nefndarmanna í þessu máli hafa óskað þess, að málið væri tekið út af dagskrá, heldur meira að segja mótmælt því sumir hverjir, sé eg ekki ástæðu til að sinna óskum þeirra háttv. þm., sem hafa farið fram á það.