03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1360 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

154. mál, lántökuheimild

Sigurður Sigurðsson:

Eg bað um orðið í þeim tilgangi, að fá að heyra, ef unt væri, hvað fyrir flutningsmönnum þessa frumvarps vakir. Mál þetta hefir hingað til farið umræðulaust í gegnum deildina, og er það sjaldgæft um smámál, hvað þá heldur þegar um annað eins stórmál er að ræða og hér á sér stað.

Hér er landsstjórninni heimilað að taka ½ miljón króna lán, og auk þess 200000 króna lán í víxlum, ef nauðsyn krefur. Um leið og eg óska að heyra þær ástæður, sem liggja til grundvallar fyrir þessari heimild, sem frumvarpið ráðgerir, því annars mun eg ekki greiða því atkvæði, þá vildi eg jafnframt fá upplýsingar um, til hvers eigi að nota þetta lán. Þá langaði mig til að spyrja um það, hvort lagaheimild þurfi til þess, að því er landssjóðinn snertir, að taka víxillán, sem á að greiðast innan 12 mánaða. Eg skal svo ekki fara fleiri orðum að sinni um frumv., en vænti fullnægjandi svars.