06.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1367 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

15. mál, verslunarbækur

Framsm. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Viðvíkjandi breyt.till. frá háttv. þm.

S.-Þing. (P. J.) er fer fram á það, að eigi þurfi að láta afhendingarmiða, eða samrit úr frumbókinni, ef upphæð sú, sem verzlað er fyrir í það og skiftið, nemur minna en 2 kr., skal eg láta þess getið, að enda þótt eg álíti till. þessa gersamlega þýðingarlausa, og á engum rökum bygða, þá er mér ekki kappsmál, hvort hún fellur eða verður samþykt, vegna þess, að eg álít, þrátt fyrir það þó hún skaði frumvarpið, þá spilli hún samt ekki svo mikið, að vert sé að gera það að kappsmáli.