25.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1715)

113. mál, löggilding verslunarstaða

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Nefndin hefir orðið ásátt um að löggilda alla þessa verzlunarstaði. Eg vona að frumv. gangi til 2. umr., og verður þá tækifæri til þess að gefa nánari upplýsingar. Eg mun því ekki fara fleiri orðum um frumv. að sinni, en vil að eins geta þess, að einn stað hefir nefndin undanfelt, Kirkjufellsvog í Grundarfirði, því að hún hefir fengið upplýsingar um, að allur fjörðurinn er löggiltur áður. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að löggilda þennan stað.