25.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1716)

113. mál, löggilding verslunarstaða

Jón Ólafsson:

Eg tel það illa farið, að nefndin vill fella þennan verzlunarstað úr, því að það er tæpast rétt, að allur fjörðurinn sé löggiltur. Að minsta kosti vill bankinn ekki veita lán út á verzlunarhús, sem standa á þessum stað, af því að hann telur, að ekki séu lög til þess, af því að húsin séu ekki í löggiltu kauptúni.