06.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1380 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

113. mál, löggilding verslunarstaða

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Eg vil aðeins vekja eftirtekt á því, að það er einn staður, Kirkjufellsvogur í Grundarfirði, sem nefndin hefir ekki viljað taka með upp í frumvarpið, en það er ekki af þeirri ástæðu, að nefndin leggi á móti því, að löggilda þennan stað, heldur vegna þess, að nefndin hélt, að fjörðurinn væri allur löggiltur. Nefndin gerði fyrirspurn til stjórnarráðsins um þetta, og fékk það svar, að svo væri ekki, sem nefndin hefði haldið, og mun því nefndin koma með breytingartillögu um þetta við 3. umr.