28.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1406 í B-deild Alþingistíðinda. (1776)

63. mál, Húsavík með Þorvaldsstöðum

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, vil eg taka það fram, að eg efast ekki um, að presturinn á Húsavík getur skilað af sér kúgildunum, ef hann vill. Hann hefir að eins áskilið sér að mega hafa not af kúgildunum sína tíð, en þar með er ekki sagt, að þau gætu ekki fylgt með í kaupunum. Eg hefi sjálfsagt tekið þetta of ógreinilega fram áðan.