01.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (1783)

63. mál, Húsavík með Þorvaldsstöðum

Hálfdan Guðjónsson:

Það, sem fyrir mér vakir með tillögu minni, er það, að þegar búið er að selja jörðina, eru eftir 6 kúgildi; með þau verður presturinn að vefjast, og geta vandræði orðið að því. Eg álít það tekjumissi fyrir prestlaunasjóðinn, að selja kúgildin á 600 kr. Þegar prestaskifti verða næst, mun sá prestur, sem við tekur, verða látinn taka kúgildin fyrir 80 kr. afgjald upp í laun sín. Það er enginn vafi á því, að næsti prestur verður að sætta sig við að taka kúgildaleiguna á 80 kr. upp í laun sín. Verði þessi 6 kúg. aftur á móti seld fyrir 600 kr., þá hefir prestlaunasjóður, sem í rauninni er sama sem landssjóður, að eins rentur af þeirri upphæð eða sem svarar 24 kr. upp í laun prestsins. Það nær því engri átt að selja kúgildin fyrir öllu minna en 2000 kr., sem svarar til 80 kr. afgjalds miðað við 4%.