29.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1422 í B-deild Alþingistíðinda. (1798)

127. mál, sala á Sigurðarstöðum

Jón Þorkelsson:

Eg skil ekki vel í lögspeki hinna háttv. lærðu lögfræðinga, þm. Vestm. (J. M.) og 1. þm. Eyf. (H. H.) í þessu máli. Frá mínu sjónarmiði horfir málið svo við, að alls ekki megi selja þessa jörð ábúanda, og spursmál um það, hvort eigi að selja hreppnum jörðina. Mér er sem sé grunur á því, að hér sé ekki alt heilt um vælt í héraði. Það hafa verið undanfarið talsverðar væringar þar nyrðra gegn Halldóri prófasti Bjarnarsyni — sem mér er góðkunnur að gömlu lagi — og grunur minn er sá, að hreppsbúum sé ekki svo ýkjamikið kappsmál að fá jörð þessa sem skólajörð, heldur hitt að þeir vilja ekki, að séra Halldór né skyldfólk hans fái jörðina.

Hér held eg, að hið snjallasta sé, að sá hafi brek sem beiðist, og það er Presthólahreppur, en ábúandi sé þar óáreittur og angurlaus, meðan hann lifir, ef hann svo vill.

Að öðru leyti er máli þessu svo varið, að annaðhvort verður að selja hreppnum jörðina eða neita um sölu á henni.