26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

121. mál, sala á Presthólum

Framsögum. (Benedikt Sveinsson):

Það er ekki tilgangurinn, að stjórnarráðið selji jörðina gegn mótmælum sýslunefndar. En málinu víkur svo við, að sýslunefndin hafði gert ráð fyrir, að skóli yrði settur á jörðinni. Síðan hefir verið farið fram á að fá aðra jörð til skólaseturs fyrir hreppinn, og mun vart þurfa að ætla tvær skólajarðir handa hreppnum.