26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (1812)

121. mál, sala á Presthólum

Hannes Hafstein:

Heimild stjórnarráðsins til þess að selja þjóðjörð án sérstakra laga, nær ekki til þjóðjarða, sem að áliti sýslunefndar eru hentugar til einhverra þeirra almenningsnota, sem 2. gr. þjóðjarðasölulaganna greinir, og það er ekki hægt að veita stjórnarráðinu þá heimild með þingsályktun eða rökstuddri dagskrá. Það er beint skilyrði fyrir sölunni, að sýslunefndin telji ekkert það til fyrirstöðu, er þessi tilvitnaða lagagrein nefnir, nema því að eins, að sérstök lagaheimild komi til.