17.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1815)

84. mál, færsla þingtímans

Ráðherra (B. J.):

Það er stungið upp á í frumv. þessu, að flytja upphaf alþingis frá 15. febr. til 15. maí. Stafar það af, að menn hafa alment kvartað um ýmsa agnúa á tíma þeim, er alþingi nú kemur saman á, aðallega vegna óhægs veðuráttufars á þeim tíma. Hingað til hefir að vísu ekkert slys orsakast af þessu, en nú síðast lá þó við, að tveir þingmenn næðu ekki í tæka tíð til alþingis. Með vetrarþingunum mælir aðallega, að á sumrin er annríki bænda mest heima fyrir, en hér er farið fram á, að færa þingtímann fram til vors; enga sérstaka áherzlu leggur þó stjórnin á, að einmitt sá tíni sé valinn, sem hún hefir farið fram á, henni er jafnkær hver tími árs, sem er, en lítur á það eitt, hvað sveitamönnum er hentast.