13.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (182)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Lárus H. Bjarnason:

Eg verð að láta undrun mína í ljósi yfir því, að háttv. forseti skuli lýsa því yfir eða gefa það í skyn, þótt einhver tilkynning kunni að vera komin um að nýkjörinn sé ráðherra, að konungur hafi brotið þingræðið með útnefningu sinni. Önnur eins framkoma í forseta stól mun ekki hafa átt sér stað á nokkru þingi fyr.