17.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (1826)

84. mál, færsla þingtímans

Jón Þorkelsson:

Eg vil mæla með því, að nefnd verði skipuð í þetta mál, því að það kemur talsvert við annað mál, sem verður borið fram hér á þinginu, en það er stjórnarskrárbreytinguna. Þar er gert ráð fyrir sama þingtíma og áður. Eg vil og ráða til þess, að nefnd sú, er skipuð verður, geri engar ályktanir, fyr en hún hefir borið sig saman við nefndina í stjórnarskrármálinu.