02.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1470 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

22. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg get ekki skilið, að þetta geti verið tilgangur flutningsmanna, að sá maður, sem verður ráðherra, skuli afsala sér þeim eftirlaunarétti, sem hann annars kynni að hafa haft, áður en hann varð ráðherra.

Eg skil það svo, að hvað sem ráðherraeftirlaunum hans líður, þá haldi hann þeim eftirlaunarétti, sem hann kynni að hafa haft áður.

Menn þurfa ekki að búast við, að hér verði mannsæfisráðherrar. Eg held, að við gætum unað við reglu þá, sem Norðmenn hafa, að þegar embættismaður verður ráðherra, er embætti hans haldið óveittu, þangað til hann segir af sér, þá tekur hann við því aftur, en hann hefir engan rétt til eftirlauna sem ráðherra.