03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1485 í B-deild Alþingistíðinda. (1875)

158. mál, eftirlaunaafnám

Pétur Jónsson:

Í nefndinni var ágreiningur um eftirlaunafrumv., og þótt orðið hafi upp úr því þessi tillaga, þá er samt ágreiningur um orðalag hennar á milli þeirra, sem eru með afnámi eftirlauna, og þeirra, sem eru á móti því. En ágreiningurinn er ekki svo mikill, sem virðast mætti í fljótu bragði. H. þm. Vestm. (J. M.) vildi láta haga eftirlaununum svo, að þau kæmu úr sérstökum sjóði, og var þetta hugsun ýmsra í nefndinni. Eg vil því mælast til, að till. verði tekin út af dagskrá til lagfæringar, svo hún verði ótvíræðari í þessa átt, sem bent hefir verið á.