13.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (188)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Kristján Jónsson:

Eg bað háttv. forseta um orðið áðan út af gusti og óróa, er var í deildinni, og út af brígzlum, er komið hafa fram í minn garð. En eg ætla í þetta sinn ekki að halda neina ræðu, en að eins að geta þess, að mér hefir borist símskeyti frá konungi, þar sem hann biður mig að taka að mér ráðherraembættið, og að eg hefi svarað konungi og sagst mundi taka það að mér.