26.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1490 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

106. mál, styrktarsjóður barnakennara

Jón Magnússon:

Eg sé á nefndarálitinu, að nefndinni þykir frumv. lítilsvirði, og er það ekki um skör fram. Þetta frv. hefir þá eina þýðingu, að það léttir gjaldi af svo sem 10 manns á landinu um 5—7 kr. eða minna af hverjum árlega og sé eg ekki, að það muni þá nokkru verulegu. Hins vegar hefir það dálitla þýðingu fyrir sjóðinn, að missa þetta gjald.

Eg legg eindregið á móti frumv. og skil ekki, hvers vegna er verið að tefja þingið á svo gersamlega þýðingarlausu máli.