25.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1534 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

18. mál, sóknargjöld

Jón Jónsson (1. þm. N.-MúI.):

Mörgum kemur það ef til vill undarlega fyrir sjónir, að frumv. þetta er fram komið, og mun finnast það koma í bága við annað frv., sem hér kemur fram, nfl. frv. um utanþjóðkirkjumenn. En það frv. vona eg að ekki nái fram að ganga, eins og það er. Komum við því fram með þetta frv., sem er svo sjálfsagt, að eg geng að því vísu, að það verði samþykt. Eg vona, að það verði sett í nefnd, vegna þess að tíminn til að semja það var naumur og það kann að vera dálítið fljótfærnislegt.