13.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í B-deild Alþingistíðinda. (192)

10. mál, rannsókn bankamálsins

Forseti gat þess að fram væri komin rökstudd dagskrá, og mundi hann bera hana undir atkvæði deildarinnar að umr. loknum. Dagskráin var svohljóðandi:

„Með því að deildin lítur svo á, að mál þetta sé enn ekki svo rannsakað af háttv. nefnd, að hægt sé að fella um það réttmætan úrskurð, vísar hún því aftur til nefndarinnar, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“.

Ennfremur lýsti forseti því, að komið hefði fram krafa frá 4 deildarmönnum um að það skyldi borið undir atkvæði deildarinnar, hvort umræðum skyldi lokið. Var sú tillaga borin undir atkvæði og feld með 7 atkv. móti 4.