07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1556 í B-deild Alþingistíðinda. (1924)

21. mál, búpeningsskoðun og heyásetning

Framsögumaður meiri hl. (Jón Jónsson 1. þm. N.-Múl.):

Eins og sést á nefndarálitinu hefir nefndin klofnað, meiri hlutinn heldur frumvarpinu fram og telur það munu vera til gagns, en minni hlutinn er því andvígur. Frumv. þessu er ætlað að koma í staðinn fyrir horfellislögin, sem nú gilda. Reynslan hefir sýnt, að þau lög hafa ekki komið að notum. Sérstaklega skal eg geta þess, að frumvarpið felur í sér þá breytingu, að nema burtu hegningarákvæði, en setur í þess stað leiðbeiningarmenn til þess að kenna mönnum að stofna ekki búpeningi sínum í voða. Með þessu virðist fult eins vel sett undir lekann, eins og með því að að hafa hegningarákvæði.

Að öðru leyti skal eg ekki fjölyrða um málið að þessu sinni.