14.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1576 í B-deild Alþingistíðinda. (1939)

77. mál, horfellir á skepnum

Flutningsm. (Jón Jónsson 1. þm. N.-Múl.):

Frumv. þetta er nokkuð líkt frumv., sem áður hefir verið felt hér í deildinni, en eg vona, að með þessu séu bættir þeir gallar, sem á hinu þóttu vera. Án þess að eg fari út í einstök atriði frv., skal eg geta þess, að það er einkum 5. gr. horfellislaganna, sem oss þykir ekki samboðin stefnu tímans.

Í hinu fyrra frv. þótti það að, að skoðanir skyldu vera 2; hér stendur að eins, að hreppsnefndin geti látið fram fara skoðun og ámint þá, sem illa fóðra skepnur sínar.

Eg vona því, að hin hv. deild taki frv. vel í þessari mynd.