16.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1577 í B-deild Alþingistíðinda. (1942)

77. mál, horfellir á skepnum

Einar Jónsson:

Eg tek undir með hinum háttv. 1. þm. S.-Múl. (J. J.), að ef frumv. eru óþörf, er illa varið tíma þingsins, að skifta sér af þeim. En þótt eg sé honum samdóma um þetta, þá er eg að hinu leytinu ekki samþykkur því, að þetta frumv. eigi þann dóm skilið. En mér er spurn, hvort þeim tíma sé vel varið, sem þingmenn eru úti á götum og gatnamótum og láta ekki sjá sig á þinginu, eins og átt hefir sér stað með einstaka þingmenn síðustu daga æði marga.

Eg sem sveitamaður álít frumvarpið til bóta og tel næga tryggingu fyrir eftirliti með skoðunarmönnum, þar sem hreppsnefndin á að útnefna þá. Þótt eg sé ekki flutningsmaður frumvarpsins, mun eg greiða atkvæði með því.